Bjarni svíkur öryrkja um 7,9 milljarða – mun Katrín samþykkja?
Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að svíkja öryrkja um tæpa átta milljarða.
Á mbl.is má lesa þetta: „Í tillögu að breyttri fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir 4,7 milljarða króna minna framlagi til sjúkrahúsþjónustu en í fyrri áætlun á tímabilinu og 7,9 milljörðum minna framlagi vegna örorku og málefna fatlaðs fólks, að því er fram kemur í gögnum sem mbl.is hefur undir höndum.
Í heild verða útgjöld ríkissjóðs um 13 milljörðum minni árin 2020 til 2024 en fyrri áætlun gerði ráð fyrir.“
Í fréttinni segir jafnframt:
„Breyttar forsendur hafa gert það að verkum að ríkisstjórnin hefur talið ástæðu til þess að gera breytingar á fjármálaáætlun fyrir tímabilið. Þá segir í minnisblaði fjármálaráðuneytisins að án aðgerða yrði afkoma ríkissjóðs 37 milljörðum króna lakari en gert var ráð fyrir og því neikvæð um 0,3% af vergri landsframleiðslu.
Til þess að komast hjá hættu á fjárlagahalla hefur verið dregið úr fyrirætluðum hækkunum og mun auk fyrrnefndra málaflokka vera meðal annars ráðstafað 1,7 milljörðum minna til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, milljarði minna til almanna- og réttaröryggis og 1,7 milljarði minna til framhaldsskólastigsins.
Jafnframt er 2,6 milljörðum minna varið til lyfja og lækningavara, 2 milljörðum minna til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 2,9 milljörðum minna til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina auk 1,4 milljörðum minna til umhverfismála. Þá er gert ráð fyrir 2,8 milljörðum minna framlagi til samgöngu- og fjarskiptamála.
Tveir málaflokkar skera sig þó úr og horfa fram á talsverða aukningu á tímabilinu. Eru það annars vegar vinnumarkaður og atvinnuleysi sem hlýtur 33,4 milljörðum meira á tímabilinu 2020 til 2024 og hins vegar fjölskyldumál með 4,9 milljarða aukningu miðað við fyrri áætlun.“
Nú er að bíða og sjá hvað Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur, gerir. Munu þau fara að vilja að Bjarna?