22.apríl 2013 fyrir þingkosningarnar það ár sendi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bréf til eldri borgara.Í bréfinu sagði hann m.a.:
„Við ætlum að afnema tekjutengingar ellilífeyris. Þar er sannarlega um réttlætismál að ræða.“
Bjarni sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi framkvæma framangreint efni bréfsins, ef hann fengi umboð til þess. Bjarni fékk efnahags-og fjármálaráðuneytið eftir kosningar. Þannig, að hann gat ekki fengið skýrara umboð til þess að framkvæma umrætt efni bréfsins. Auk þess varð hann forsætisráðherra eftir síðstu kosningar; þannig að ef hann hefði átt eitthvað eftir að efna af umræddum loforðum bréfins hefði hann getað lokið því strax eftir myndun síðustu stjórnar. En hann hefur ekkert efnt af því, sem ég hef rakið hér. Hann hefur svikið það.
Hvað þýðir að afnema tekjutengingar ellilífeyris. Það þýðir eftirfarandi:
1. Að afnema tekjutengingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði
2. Að afnema tekjutengingar vegna atvinnutekna.
3. Að afnema tekjurtengingar vegna fjármagnstekna
4. Að afnema tekjutengingar vegna annarra tekna.
Þetta eru gífurlega stór loforð. Til dæmis er 1.loforðið um afnám tekjutenginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði ef til vill mikilvægast af öllum þessum loforðum. Ráðamenn Tryggingastofnunar súpa hveljur þegar eldri borgarar setja fram kröfur um afnám tekjutenginga og segja, að þetta kosti svo gífurlega mikla peninga. Spurning er hvort TR hefur einnig sopið hveljur þegar Bjarni lofaði afnámi allra tekjutenginga. Bjarni hlýtur að vita hverju hann var að lofa fyrir þingkosningar 2013. Því verður ekki trúað að hann hafi verið að setja fram kosningabrellu. Kæmi það í ljós yrði hann strax að segja af sér.
Bjarni hefur ekkert efnt af því loforði að afnema tekjutengingar. Þvert á móti jók stjórn hans og Framsóknar þessar tekjutengingar. Þær voru auknar að því, er frítekjumark vegna atvinnutekna varðar. Frítekjumarkuð var lækkað úr 109 þús kr. á mánuði í 25 þús kr á mánuði. Það voru efndirnar.
Fyrir sömu kosningar lofaði Bjarni (Sjálfstæðisflokkurinn) að leiðretta lífeyri aldraðra hjá TR vegna kjaragliðnunar krepputímans. Lofað var að framkvæma þessa leiðréttingu strax eftiir kosningar. Það loforð var einnig svikið gersamlega. Ekki verður því annað séð en að Bjarni og flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, hafi komist til valda með svikum. Bjarni sveik sig inn á þjóðina, alveg nákvæmlega eins og Björt framtíð og Viðreisn gerðu í síðustu kosningum!
Björgvin Guðmundsson.