- Advertisement -

Bjarni svarar fyrir báðar skýrslurnar

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, verður í önnum á þingfundi á morgun. Þá verða á dagskrá umræður um skýrslurnar tvær og innihald þeirra.

Fyrst verður rætt um leiðréttinguna og skýrsluna sem Bjarni geymdi sem lengst, einsog þekkt er. Það er Katrín Jakobsdóttir sem fer fram á umræðuna og sem fyrr segir verður Bjarni til andsvara.

Í framhaldi af þeirri umræðu verður rætt um skýrsluna um eignir Íslendinga á aflandssvæðum, hina skýrsluna sem Bjarni sat á. Það er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem fer fram á umræðuna. Og Bjarni verður til svara.

Þess ber að geta að einnig verður á dagskrá þingsins fyrsta umræða um fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með óundirbúnum fyrirspurnum þingmanna til ráðherra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: