- Advertisement -

Bjarni styður Ólöf í einu og öllu

Sprengisandur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist styðja Ólöfu Nordal innanríkisráðherra eitt hundrað prósent og segir ósanngjarnt að krefjast afsagnar hennar afdrifa albönsku fjölskyldnanna sem voru sendar úr landi, nú fyrir helgi.

„Við erum öll sama sinn­is um það að við fáum sting í hjartað þegar að við sjá­um lít­il börn sem eru veik eins og þarna átti við, að þvæl­ast milli landa því þau fá hvergi skjól,“ sagði Bjarni.

Hann sagði að Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra, hafi ekki getað blandað sér inn í ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar að vísa al­bönsku fjöl­skyld­un­um úr landi. „Hún kem­ur ekki að því að af­greiða þetta mál á nokkru stigi. Það er afar ósann­gjarnt að beina þeirri kröfu til henn­ar að hún stígi til hliðar vegna niður­stöðunn­ar í þessu máli.“

„Það er al­veg ljóst og ligg­ur fyr­ir lög­um sam­kvæmt að það er ekki á henn­ar borði að taka þá ákvörðun. ,“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarf að flýta meðferðinni

Hann sagði hluta þess vanda­máls sem nú er uppi hér á landi vera vegna auk­inn­ar komu flótta­fólks væri það að kerfið væri of lengi að kom­ast að niður­stöðu. „Það leiðir oft á tíðum til þess að fólk er farið að skjóta rót­um hér. Jafn­vel farið í vinnu, leik­skóla, farið að hafa vænt­ing­ar um að hér geti framtíðin legið. Svo kom­umst við eft­ir lang­an tíma að niður­stöðu um það að þetta gangi nú ekki upp.“

Bjarni benti á að aðrar þjóðir væru að reyna að flýta málsmeðferðinni. „Mér finnst að við skuld­um þessu fólki fyrst og fremst það að kom­ast að niður­stöðu og að veita skýr svör tím­an­lega þannig að við end­um ekki uppi með þessa miklu tra­gedíu sem að svona mál geta orðið.“

Þá sagði hann að auðvitað hljóti all­ir að velta fyr­ir sér hvort beita þurfi sérregl­um þegar veik börn eigi í hlut. „Og það er það sem ráðherr­ann hef­ur sagt, að hún vilji skoða það sér­stak­lega.“

Mjög breyttir tímar

Á ráðherrann og má ráðherrann taka fram fyrir hendur Útlendingastofnunnar?

„Vilj­um við hafa það þannig?“ svaraði Bjarni. „Við ætt­um kannski að velta því fyr­ir okk­ur. Vilj­um við setja það í hend­urn­ar á ráðherr­an­um að taka svona hug­læga af­stöðu til þess? Eft­ir því hversu mikl­ar til­finn­ing­ar eru í spil­inu hverju sinni? Eða vilj­um við hafa skýr­ar regl­ur sem að menn geta treyst á?“

Bjarni sagðist telja það far­sælla að stofn­an­ir og kær­u­nefnd­ir eft­ir þörf­um hefðu slík mál með hönd­um. „Þetta mál er ör­ugg­lega eitt af fjölda mörg­um sam­bæri­leg­um mál­um sem hef­ur verið glímt við á Norður­lönd­un­um. Við stönd­um frammi fyr­ir al­gjör­lega breytt­um tím­um. Og við þurf­um að vera fljót að aðlag­ast þeim.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: