- Advertisement -

Bjarni: Stöndum með Seðlabankanum

„Ætlar hann ekki að koma fram með tillögur um aðgerðir sem koma í veg fyrir 12. stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð?“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

„Ég hef áhyggjur af nýjustu verðbólgumælingunni eins og aðrir. Ég hef hins vegar bent á það hér í þessum ræðustól að af þeirri 9,9% af verðbólgu sem nú mælist er ekki hægt að rekja til aðgerða ríkisstjórnarinnar nú um áramótin nema um 0,4–0,5% í tengslum við gjaldabreytingarnar,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun.

Hann hélt áfram:

„Það er ekki rétt ef gefið var í skyn hér að ég hafi rætt um það á undanförnum vikum að almenningur bæri ábyrgð á verðbólgunni. Ég hef bara aldrei sagt neitt slíkt og ég þarf að bera það af mér í annað skipti hér á einni viku að ég hafi sagt eitthvað slíkt. Ég hef bara ekkert verið að ræða það. Það er hins vegar staðreynd að á Íslandi núna er hátt spennustig og það birtist m.a. í mikilli einkaneyslu og við erum sem þjóðfélag nú að taka út lífskjör sem ekki eru langtímaforsendur fyrir. Það er þess vegna hætt við því að við munum þurfa að skila einhverju af því til baka, t.d. með töpuðum kaupmætti. Verkefnið núna er að stilla saman ríkisfjármálin sem ég legg áherslu á að til næstu ára sýni afkomubata ár frá ári. Það er það sem ríkisfjármálin eiga að leggja á vogarskálarnar núna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorgerður Katrín var ekki alveg á sama máli:

Bjarni:

„Það sem þarf að gera er að stilla saman aðgerðir og á ríkisfjármálahliðinni munum við bæta afkomuna ár frá ári.“

„Hæstvirtur ráðherra talar um að við megum ekki að leita að sökudólgum. En samt er það þannig að seðlabankastjóri, fyrir áramót, við afgreiðslu fjárlaga, og Samtök atvinnulífsins bentu eindregið á að þensla ríkisútgjalda væri allt of mikil og væri ekki hjálpleg í baráttunni við verðbólguna. Þetta eru mjög skýr skilaboð af hálfu Seðlabankans. En það var auðvitað eins og fyrri daginn, að fjármálaráðherra kemur hingað upp og þrumar út úr sér einhverjum hagstærðum og prósentum eins og það sé bara sérstakt listform. Og auðvitað skyldi engan undra, hann er búinn að sitja sem fjármálaráðherra í u.þ.b. áratug. En það er ekki spurningin til hans. Hún er mjög einföld: Telur hann sig og sína ríkisstjórn ekki bera neina ábyrgð á því að Seðlabankinn er skilinn eftir og hækkar vexti í 11. sinn í röð í þessu lágvaxtalandi sem Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti mjög grimmilega fyrir síðustu kosningar og bauð kjósendum upp á? Ætlar hann ekkert að gera? Ætlar hann ekki að koma fram með tillögur um aðgerðir sem koma í veg fyrir 12. stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð?“

Bjarni aftur:

„Ég hlýt að þurfa að benda á það hér að verðbólgan á Íslandi er ekki heimatilbúið fyrirbæri að öllu leyti. Verðbólga í Svíþjóð nú um mundir er t.d. 12%. Við erum að hluta til að eiga við fjölþætt, sem sagt fjölþætt áhrif. Eins og fram kom hjá Seðlabankanum í gær þá liggja rætur verðbólgunnar núna mjög víða. Háttvirtur þingmaður segir að ég hafi sagt að við megum ekki leita að sökudólgum. Þetta er bara rangt. Það sem ég er að benda á er kjarni málsins, að það muni engu skila fyrir almenning að velta ábyrgðinni á milli hinna einstöku aðila sem geta haft áhrif á stöðuna í framhaldinu. Það mun bara engu skila. Ég fullyrði það eins og ég hef margoft gert hér áður. Það sem þarf að gera er að stilla saman aðgerðir á vinnumarkaði við það sem Seðlabankinn er að gera. Ég hef nú manna mest verið að tala um að það þurfi að standa með Seðlabankanum. En Seðlabankinn situr uppi með það núna að hafa væntanlega hækkað vexti of hægt, vanspáð verðbólgu of oft og hefur hlutverki að gegna til að stilla af verðbólguvæntingar inn í framtíðina sem eru algerlega farnar úr böndunum. En hverju mun það skila að fara ofan í saumana á þessu? Það mun litlu skila fyrir fólkið í landinu. Það sem þarf að gera er að stilla saman aðgerðir og á ríkisfjármálahliðinni munum við bæta afkomuna ár frá ári.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: