- Advertisement -

Bjarni spilar inn á „ráðherraveiki“ þingmanna

Sá hroki sem lýs­ir sér í þess­ari af­stöðu þing­manna kann ekki góðri lukku að stýra.

Við lestur greinar Styrmis Gunnarssonar staðfestist enn og aftur hvert ástandið er innan Sjálfstæðisflokksins. Þingmennirnir eru ekki í miklum metum hjá ósáttum flokksfélögum.

„Í sum­um til­vik­um vilja þeir ekki „rugga bátn­um“ vegna óþæg­inda, sem þeir verða sjálf­ir fyr­ir, geri þeir það. Í öðrum til­vik­um, eins og þessa dag­ana í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins, þegar val á nýj­um ráðherra er á döf­inni, vilja ein­stak­ir þing­menn, sem gera sér von­ir um þá ráðherra­stöðu, ekki ganga gegn vilja flokks­for­yst­unn­ar, og gera þær von­ir að engu með því.“

Auðvitað kann þetta að vera rétt. Það er ekki lítið að dröslast með ráðherradóm í maganum, jafnvel árum saman. Gamnið kann að kárna hjá þeim sem þannig er ástatt um.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Sá hroki sem lýs­ir sér í þess­ari af­stöðu þing­manna kann ekki góðri lukku að stýra.

Það er fleira sem ósáttir félagar hafa fundið frá þingmönnum flokksins. Það er hroki, ekki bara hroki, heldur ofurhroki.

„Sá hroki sem lýs­ir sér í þess­ari af­stöðu þing­manna kann ekki góðri lukku að stýra. Of­ur­hroki (hubris) hef­ur aldrei orðið til góðs. Og ekki ósenni­legt að fyrr en var­ir verði marg­ir þeirra utan þing­húss­ins en ekki inn­an og verða þá fljót­ir að skilja það, sem um er að ræða,“ skrifar Styrmir.

Hin harða Valhallardeila snýst um orkupakkann. „Orkupakka­málið kann því að verða til­efni til nýrr­ar bar­áttu fyr­ir mik­il­væg­um um­bót­um á okk­ar sam­fé­lagi, um­bót­um, sem knýja fram meira lýðræði en við höf­um þó búið við. Get­ur verið að þeim sem nú stefna mál­um í óefni á Alþingi sé ná­kvæm­lega sama, þótt slík upp­stokk­un verði í fram­haldi af þess­um umræðum? Það er erfitt að trúa því að svo sé.“

Styrmi þykir, þrátt fyrir erfiða stöðu í augnablikinu, ekki öll nótt vera úti: „En – kannski á orkupakka­málið eft­ir að leiða til meiri „bylt­ing­ar“ í íslenzkum stjórn­mál­um en nokk­urn mann hef­ur órað fyr­ir.“.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: