- Advertisement -

Bjarni snýr baki við sjálfum sér


„Við erum líklega með eina dýrustu bjórkrús í Evrópu. Mér finnst ekki endilega að það eigi að vera þannig. Mér finnst að við ættum að geta verið með sambærileg verð og eru í löndum sem eru á svipuðum slóðum og Ísland.“ Þetta er að finna í leiðara Fréttablaðsins í dag.

„Svo mælti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á opnum Zoom-fundi Sjálfstæðismanna síðastliðið sumar. Á fundinum var hann inntur eftir því hvenær stæði til að gera eitthvað almennilegt varðandi skattaálögur á áfengi. Stutta svar fjármálaráðherra var: „Það er mín skoðun að við séum komin algjörlega út í ystu mörk á skattlagningu,“ segir í leiðaranum.

Þar segir einnig: „Sami fjármálaráðherra leggur nú til að áfengisgjaldið verði hækkað enn eina ferðina um sín venjubundnu 2,5 prósent.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: