Bjarni situr enn á Panamaupplýsingum
„Ég hef beðið í rúma þrjá mánuði eftir svari frá hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra. Ég bað um skrifleg svör varðandi Panamaskjölin og úrvinnslu þeirra en eins og háttvirtir þingmenn muna væntanlega áttum við heimsmet í fjölda fulltrúa í Panamaskjölunum og Norðurlandamet. Við vitum ekkert hvernig gengur að vinna úr skjölunum og hvort við getum ekki líka slegið met þar. Hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra lét okkur líka bíða eftir skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Spurningin er: Hvers vegna í ósköpunum stendur á þessu svari? Hvað tefur?“
Það var Oddný Harðardóttir sem sagði þetta í ræðustól Alþingis fyrir augnabliki, eða tveimur. Hún bætti við:
„Ég vil biðja hæstvirtan forseta að aðstoða okkur þingmenn í því að reka á eftir svörum. Rúmir þrír mánuðir hljóta að vera meira en nægur tími til að svara einföldum spurningum.“
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn