- Advertisement -

Bjarni setur skilyrði með aðstoð ráðuneytisins

„Í því samhengi boðar ráðherrann hertar reglur um fjölskyldusameiningar, lokuð búsetuúrræði og herta útlendingalöggjöf gegn því að bjarga fólki út af Gaza.“

Inger Erla Thomsen.
„Á aðeins fjórum dögum tókst þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Kristínu Eiríksdóttur og Maríu Lilju Þrastardóttur að koma móður og þremur börnum hennar sem hafa hér dvalarleyfi yfir landamærin frá Gaza til Kaíró.“

Alþingi. „Á aðeins fjórum dögum tókst þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Kristínu Eiríksdóttur og Maríu Lilju Þrastardóttur að koma móður og þremur börnum hennar sem hafa hér dvalarleyfi yfir landamærin frá Gaza til Kaíró. Það tók þessar þrjár konur minna en 100 klukkustundir að koma þeim yfir landamærin. Þetta tókst þeim þrátt fyrir að hafa enga reynslu af diplómatastörfum og hvað þá tengsl við egypsk eða ísraelsk stjórnvöld. Að eigin sögn fannst þeim þetta ekki flókið þótt fulltrúi frá íslenskum stjórnvöldum yrði vissulega fljótari að koma fólki út af svæðinu. Þarna væru allir að hjálpast að,“ sagði varaþingmaður Samfulkingarinnar í Suðurkjördæmi, Inger Erla Thomsen.

„Af einhverjum ástæðum hafa fjölskyldusameiningar flækst fyrir ríkisstjórninni sem hefur þar að auki orðið missaga um fyrirætlanir sínar. Í ríkisstjórninni er fólk greinilega ekki að hjálpast að. Fyrir þremur dögum sagði hæstvirtur dómsmálaráðherra að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort dvalarleyfishöfum yrði bjargað út af Gaza. En hæstvirtur forsætisráðherra sagði í viðtali við Heimildina í gær að þetta yrði auðvitað töluverður fjöldi fyrir svona litla utanríkisþjónustu og stjórnsýslu að takast á við, þetta sé heilmikil aðgerð og töluvert flókin,“ sagði Inger.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Af viðtölum sem tekin voru við hæstvirtan utanríkisráðherra í kvöldfréttum í gær er síðan ekki hægt að skilja ráðherrann öðruvísi en að hann skilyrði aðstoð ráðuneytisins við það að ráðherranefnd um útlendingamál nái samkomulagi um umfangsmiklar breytingar á löggjöf um útlendinga. Í því samhengi boðar ráðherrann hertar reglur um fjölskyldusameiningar, lokuð búsetuúrræði og herta útlendingalöggjöf gegn því að bjarga fólki út af Gaza. Þetta eru aðeins 75 börn, 44 mæður og níu feður. Þetta kallast á mannamáli að nota sára neyð barna á stríðshrjáðu svæði sem skiptimynt í pólitískum tilgangi. Svona á ekki að fara með vald.“ 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: