Stjórnmál

Bjarni segist vera ungur í „pólitíska samhenginu“

By Miðjan

December 29, 2024

Tvö örstutt brot úr samtali Stefáns Einars Stefánssonar og Bjarna Benediktssonar.

Stefán Einar spyr:

En þú heldur ekki að þú sért orðinn dragbítur á fylgi flokksins bara út af öllum þeim erfiðu málum sem upp hafa komið á þínum ferli?

Bjarni svarar: „Ef það er, þá væri ég örugglega síðastur til að sjá það.“

Allar mælingar benda til þess að ekki síst vegna vafasamar framgöngu Bjarna í pólitíkinni sé hann þar sem hann er. Óvinsælasti stjórnmálamaðuirinn um langt árabil, ef ekki frá upphafi. Og fylgi flokksins skammarlega lágt. Þess vegna er náið samstarfsfólk hans að tala opinberlega gegn vilja Bjarna.

Haldi Bjarni fast í vilja sinn um að fresta landsfundi þar til næsta hausts býður hann hættunni heim.

Ögn meira, hvaða lærdóm má fá af reynslunni: „…það er alveg rétt sem þú segir að ég hef verið lengi í pólitík. Ég hef hins vegar aldrei verið reynslumeiri í pólitík en akkúrat núna og ég er enn ungur að árum, tiltölulega ungur maður í pólitíska samhenginu, þannig að þetta er bara mál sem ég ætla að tala um á nýja árinu.“

Það er bara þannig. Bjarni virðist boða að hann ætli að halda áfram.