- Advertisement -

Bjarni segir samtök launþega vera eins og indjánahópa

„Það er mikið áhyggjuefni, ég verð bara að segja það, hvað launþegahreyfingin er orðin tvístruð. Mér finnst eins og þetta séu eins og indjánahópar, hver með sinn höfðingjann og það eru innbyrðis átök. Þetta mun hafa þau áhrif, ef menn ná ekki að sameina betur sjónarmið sín, að draga mun úr áhrifum launþegahreyfingarinnar. Þetta getur líka verið skaðlegt ef ætlunin er að ná einhvers konar heildarniðurstöðu í kjaraviðræðum á vinnumarkaði. Ef hver hópur fer fram með sínar sérkröfur þá getur innbyrðis samhengið ekki orðið annað en að allir fá mikið. Það leiðir fram þá niðurstöðu að það er hætta á því að við tökum meira út en innistæða er fyrir,“ segir Bjarni Benediktsson í Fréttablaðinu í dag..


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: