Bjarni segir Pírata skaða orðspor Alþingis
Að venju fluttu Píratar breytingartillögu i upphafi þingfundar. Þeir vilja að útlendingalögin verði f af dagskrá fundarins og þingið taki að fjalla um önnur mál. Þeir njóta ekki stuðnings í þinginu.
Bjarni Benediktsson tók til máls um dagskrártillögu Pírata. Hann sagði:
„Fyrst hér er komið inn á það hvaða mál við viljum gjarnan, og kannski ég sem fjármála- og efnahagsráðherra, að komist á dagskrá hér á þinginu, þá er sjálfsagt að greina frá því að ég er t.d. þeirrar skoðunar að þegar menn haga sér eins og gert er í þessu máli sem hér hefur verið á dagskrá undanfarna daga, að beita sér í grímulausu málþófi en þykjast vera á sama tíma að greiða fyrir störfum þingsins, þá dragi töluvert úr virðingu fyrir þingstörfunum og stjórnmálastarf í landinu. Þegar þingið sýnir ekki getu til þess að leyfa meirihlutaviljanum að ná fram að ganga og þeirri forgangsröðun sem yfirgnæfandi meiri hluti þingmanna er sammála um að þurfi að vera hér, vegna þess að örfáir þingmenn taka þingið í gíslingu svo dögum skiptir, þá sé það slæmt fyrir orðspor Alþingis. Það sé vont fyrir stjórnmálin á Íslandi og það sé alls ekki til heilla fyrir þjóðina.
Ég segi bara: Hættið málþófinu og höldum áfram að vinna vinnunna.“