- Advertisement -

Bjarni segir nei við borgarlínunni

Hvorki ríki né sveitarfélögin áætla peninga til verkefnisins. Katrín tekur undir með Bjarna.

Verður borgarlínan aðeins í skýjaborgum?

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í nótt sem leið, að borgarlínan væri óskilgreint fyrirbæri sem eigi eftir að þróa áfram og að auki, hafi hvorki ríkið né sveitarfélögin gert ráð fyrir peningum til borgarlínu í fjármálaáætlunum sínum.

Hann sagði allt málið ekki vera nógu þroskað og benti á að gert sé ráð fyrir 35 milljarða skatti á íbúa sveitarfélagnna.

Hann skóf ekkert af skoðun sinni um að borgarlínan sé ekki á dasgkrá, ekki á næstunni, hið minnsta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín Jakobsdóttir, samstarfsráðherra Bjarna, sagði að ríkisstjórnin mun standa við stuðning við verkefnið. Hún tók undir með Bjarna að miklar breytingar hafi verið gerðar frá upphaflegum áætlunum. Katrín sagði að ekki sé byrjað að ræða hvað borgarlína muni kosta eða hver borgi hvað.

Ráðherrarnir eru á einu máli að ekki standi til á allra næstu árum að verja peningum ríkisisns til að gera borgarlínuna. Einkum Bjarni Benediktsson.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: