- Advertisement -

Bjarni segir að mörg veitingahús í miðborginni séu að “fara á hausinn“

- á sama tíma er undribúningur að fjölmörgum nýjum veitingahúsum í miðborginni á teikniborðinu. Bygg­ing­ar­full­trúi í Reykja­vík hef­ur af­greitt tugi um­sókna í ár vegna veit­ing­a­rekstr­ar í miðborg­inni.

Meðan fjármálaráðherra segir á Alþingi að veitingahús í miðborginni séu mörg að fara á hausinn hefur ekki áður verið sótt um jafn mörg leyfi til að opna ný veitingahús í miðborginni.

„Hvernig ganga veitingastaðir í miðborginni? Mér sýnist að þeir séu margir að fara á hausinn,“ sagði Bjarni fjármálaráðherra í ræðustól Alþingis í gær.

Í Mogganum í dag er frétt um hið gagnstæða. Þar segir sem dæmi: „Veik­ing krón­unn­ar í haust ætti að óbreyttu að styrkja rekstr­ar­grund­völl veit­inga­húsa í miðborg­inni.“

Og ekki nóg með það. Byggingafulltrúinn hefur afgreitt fleiri leyfi, til reksturs veitingastaða, en nokkru sinni áður. „Bygg­ing­ar­full­trúi í Reykja­vík hef­ur af­greitt tugi um­sókna í ár vegna veit­ing­a­rekstr­ar í miðborg­inni. Sam­kvæmt laus­legri at­hug­un á fund­ar­gerðum hjá bygg­ing­ar­full­trúa hafa um fjöru­tíu slík­ar um­sókn­ir verið af­greidd­ar á ár­inu. Eru hér und­an­skild­ar um­sókn­ir sem höfðu verið af­greidd­ar en verið lagðar fram á ný með ósk um breyt­ing­ar,“ segir í Moggafréttinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Orð Bjarna féllu þegar hann varðist Samfylkingunni og vilja hennar til breytinga á fjárlagafrumvarpinu og hugmyndum um aukna skattheimtu á fyrirtækin.

„Og menn segja: Það er ekkert mál að taka meira af ferðaþjónustunni. Hver er staðan í ferðaþjónustunni í dag? Gengur vel? Berjast menn í bökkum? Hvernig ganga veitingastaðir í miðborginni? Mér sýnist að þeir séu margir að fara á hausinn.

Bíddu, af hverju hækka menn ekki bara gjaldið á ferðamennina? Af hverju hækka menn ekki gjaldið t.d. á bílaleigubíla eða hótelreikningana eða þjónustuna í borginni? Hvers vegna hækka menn það ekki?

Það er vegna þess að það er ekki svigrúm. Þeir sem eru með taprekstur eða engan afgang myndu undir venjulegum kringumstæðum, ef það væri svigrúm, hækka gjöldin. En þá kemur háttvirtur þingmaður og segir: Ja, það er ekki vandamál, við skulum bara auka skattheimtuna af því sama fólki, nýjan skatt á ferðaþjónustuna, komum aftur með sykurskattinn, sem mun engu breyta í neysluvenjum, ekki frekar en síðast. Hann mun hækka matvöru, hann mun hækka verðlag. Að hækka skatta endalaust eru einu hugmyndirnar sem menn hafa úr þessari átt,“ sagði Bjarni fjármálaráðherra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: