Katrín Baldursdóttir skrifar:
Það er ljóst hver ræður í ríkisstjórninni! Það er Bjarni Ben. Hann segir að þó Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi fengið heimild í lagafrumvarpi um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu þá hafi hún ekki fjárheimild til þess. Og það er ekki peningur til í svona fría sálfræðiþjónustu segir Bjarni. Og hann ræður. „Eitt er að veita ráðherra heimild til að semja við sjúkratryggingar en hann verður líka að hafa fjárheimild til að gera það,“ segir hann. Svo bregður hann fyrir sig gamla ættarhroka Engeyinganna og segir: „Við afgreiddum bara fyrri hlutann í gær, það er að segja, í sjálfu sér er heilbrigðisráðherra þá heimilt, ef hann finnur peninga í þeim heildarheimildum sem hann hefur, til þess að gera þennan samning,“ segir hann. Sem sagt, ef Svandís finnur pening þá segir Bjarni að hún megi. Annars ekki.