- Advertisement -

Bjarni sagði okkur ekkert um áformin

Sprengisandur „Ég er meira en ósátt, ég er al­veg ras­andi. Mér finnst ekki boðlegt að bjóða starfs­fólki upp á svona fram­komu,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, þegar hún var spurð um viðbrögð vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar.

Elín Björg segir að fulltrúar BSRB hafi fyrir skömmu setið fund með Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra án þess að hann hafi haft uppi eitt orð um fyrirhugaða flutninga. „Við báðum um að fá að vita ef farið væri af stað með breytingar, hver tilgangurinn er og aðkomu stéttarfélaga, starfsfólksins að breytingunum. Já, ég varð hissa þegar ég heyrði fréttina.

„Svörin voru þau að það væri verið að skoða ýmislegt, en ekkert meira en það.“ Hún sagði BSRB ekkert hafa vitað um þetta. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þrátt fyrir að við höfum verið að spyrjast fyrir um hvort breytingar væru í vændum og hverjar þær myndu verða.“

Elín Björg segir að eftir því sem svona er betur undirbúið. „Það er betra að starfsfólk komi að verkefninu, hver tilgangurinn og hvernig verði best að því staðið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Elín spyr hvort trygging sé fyrir að stofnunin verði á Akureyri í einhvern tíma eða verður húnflutt eitthvað annað, verða frekari hreppaflutningar. Hver eru markmiðin? „Ég held að það skipti miklu máli að starfsfólkið sé upplýst vegna hvers þetta sé, hvort þetta sé til að styrkja stofnunina, auka þekkingu og reynslu og hvernig það eigi að gerast og svo framvegis. Nú sitja allir uppi með fullt, fullt af spurningum og við ætlum að spyrja þessara spurninga.“

„Þetta er ótrúleg vinnubrögð,“ sagði Elín Björg.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: