- Advertisement -

Bjarni ráðningarstjóri ríkisins?

„Á árabilinu 2015 til 2021 fjölgaði opinberum starfsmönnum um 11.400. Samkvæmt þessum tölum jókst fjöldi opinberra starfsmanna um ríflega 21,4 prósent á þessum sex árum,“ þetta kemur fram í úttekt Félags atvinnurekenda.

Lítið fer fyrir hinu margsprungna kosningaloforði Bjarna og Sjálfstæðisflokksins: „Báknið burt.“

„Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á almenna markaðnum um 4.200 sem er um þriggja prósenta aukning. Fjölgunin er mest í opinberri stjórnsýslu en þar hefur starfsmönnum fjölgað um 4.600 frá árinu 2015. Það er um 60 prósenta aukning á sex árum.

Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er stærð hins opinbera á vinnumarkaði einungis meiri í Noregi, Svíþjóð og Danmörku en hér á landi. Hlutfall þetta mældist rétt tæp 25 prósent hér á landi árið 2019 en hæst í Noregi, tæplega 31 prósent.

Það sem vekur sérstaka athygli, eins og segir í skýrslunni, er að í mörgum löndum OECD lækkaði þetta hlutfall milli áranna 2007 og 2019, þvert á það sem gerðist hér.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: