- Advertisement -

Bjarni óþarflega hörundsár

Guðjón Brjánsson var forseti á hitafundinum í Alþingi í gær.

Guðjón Brjánsson, sem var þingforseti á hitafundinum á Alþingi í gær, segir í Mogga dagsins, að ekki hafi verið ástæða til að víta þingmennina sem gagnrýndu Bjarna Benediktsson, eins og hann krafðist að forseti gerði.

„Þarna var það mat mitt að þetta væru harka­leg orðaskipti en ekki til­efni til þess að víta þing­mann,“ seg­ir Guðjón S. Brjáns­son í Mogganum.

Mogginn segir að í lög­um um þingsköp seg­i að for­seti skuli víta þing­mann ef hann ber ráðherra brigsl­yrðum. Það kaus Guðjón ekki að gera í gær og seg­ir hann eðli­leg­ar skýr­ing­ar á því.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta er nú alltaf dá­lítið mats­kennt. Þarna var ekki verið að bera hann sök­um per­sónu­lega held­ur voru fyrst og fremst gerðar at­huga­semd­ir við embætt­is­færsl­ur ráðherra. Að víta þing­mann er mjög al­var­leg­ur hlut­ur og það er mjög sjald­gæft að gengið sé svo langt að áminna þing­menn fyr­ir fram­ferði sitt.“

Guðjón seg­ir að í þessu til­viki hafi ásak­an­irn­ar ekki beinst að æru ráðherra.

„Ef vegið er að per­sónu eða æru ráðherra eða þing­manns þá horfa menn frek­ar til þess að víta þing­menn, ekki þegar menn eru að tak­ast á póli­tískt um embætt­is­færsl­ur. Þegar tek­ist er á um slíkt hef­ur maður nú heyrt alls kon­ar og menn hafa gjarn­an tekið djúpt í ár­inni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: