Stjórnmál Egill Helgason fjölmiðlamaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, voru sammála um að það geti styrkt ríkisstjórnina ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skiptist á hlutverkum, þannig að Bjarni verði forsætisráðherra.
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Egill að vegna minnkandi fylgis við Framsóknarflokkinn kunni að verða erfitt fyrir Sigmund Davíð að leiða ríkisstjórnina. Egill og Þorgerður Katrín sögðu enga uppgjöf felast í því þó Sigmundur Davíð skipti um hlutverk í ríkisstjórinni.
Hér er hægt að hlusta á viðtalið.