„Landlæknir varaði ríkisstjórn Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs ítrekað við að lög á verkföll ljósmæðra og annars heilgræðisstarfsfólks vorið 2015 myndi ekki leysa vandan til lengri tíma. Þeir stöðvuðu samt verkfallið með lögum,“ þannig skrifar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata í kvöld.
„Fjölmargar ljósmæður hafa nú sagt upp og nú þarf ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að tryggja að samið verði við ljósmæður í sátt. Það verður ekki erfitt að réttlæta málþóf ef ráðherra og þingmenn sem þáðu 45% launahækkun 2016 ætla aftur að setja lög á verkföll ljósmæðra í dag,“ skrifar hann.