- Advertisement -

Bjarni og landvinningar nýfrjálshyggjumanna

Gunnar Smári skrifar:

Bjarni Benediktsson mætti í Kastljós til að lýsa plani sínu um að halda fólki atvinnulausu í gegnum kórónakreppuna og fyrirtækjunum í öndunarvél í von um að þau gætu ráðið fólk aftur einhvern tímann í framtíðinni. Hann vill ekki ráða fólk í vinnu hjá hinu opinbera, sem þó er að borga fólkinu laun. Ástæðan? Hann vill ekki hætta landvinningum nýfrjálshyggjumanna sem hafa rembst við það á liðnum áratugum að minnka ríkið og stækka einkageirann, flytja verkefni frá hinu opinbera til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda.

Bjarni sér ekki hin atvinnulausu, fólkið sem hefur fallið í tekjum og á erfitt með að ná endum saman. Fyrir Bjarna snýst þetta um landvinninga, yfirtöku hinna ríku á ríkisvaldinu og niðurbrot opinberrar þjónustu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: