- Advertisement -

Bjarni og Katrín, það er komið nóg

Við hin vitum að aðför Bjarna og Katrínar, er komin langt út fyrir allt velsæmi.

Sigurjón M. Egilsson skrifar leiðara dagsins:

Af nógu er að taka. Best að „smætta“ það sem ég vil segja og tala um er meðferð Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur á öryrkjum.

Þau bæði vita, eða eiga að vita, að allt of margir öryrkjar lifa við hreint ömurlegar aðstæður. Þeir hafa ekki ráð á þeim mat sem þeir þarfnast, hvað þá þeim mat sem þeir vilja, ekki fyrir þeim lyfjum sem þeir nauðsynlega þurfa, ekki tíma há sérfræðilæknum og svo má áfram telja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viðhorf Bjarna til þessa fólks koma ekki á óvart. Bara alls ekki neitt.

Það er aftur hið nýja viðhorf Katrínar Jakobsdóttir sem meiðir flest fólk. Hinn illi andi þeirra í garð þeirra sem minnst hafa og verst eru stödd hefur gengið of langt. Það verður, með einum eða öðrum hætti, að binda endi á aðförina gegn okkar verst stadda fólki.

Kannski er Katrín bara allt önnur í orði en á borði.

Við hin vitum, flest hið minnsta, að aðför Bjarna og Katrínar, er komin langt út fyrir allt velsæmi.

Hér er engin þörf á að birta tilvitnanir í þau Bjarna og Katrínu. Við þekkjum öll heróp Katrínar, þá í stjórnarandstöðu, um að réttlæti þessa fólks þoli enga bið. Við munum líka svikabréf Bjarna til kjósenda. Svikabréf. Vegna þess að allt sem hann skrifaði sveik hann.

Þetta bara gengur ekki lengur. Samfélagið allt lifir í skömminni sem þau Bjarni og Katrín hafa kallað yfir okkur með fádæma vondri framkomu við það fólk sem á verst með að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum sínum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: