- Advertisement -

Bjarni og hégómaskapurinn

Það verður fróðlegt að sjá hvernig flokksráðsfundur tekur á málum í september.

Ragnar Önundarson skrifar:

Farsæll flokksformaður er í miklum tengslum við fólkið, baklandið og grasrótina. BB líkist Þorsteini Pálssyni að því leyti að hann er „einfari“. Það er óheppilegur fjötur um fót hans. Of mikið virðist hugsað um útlit fólks og yfirborð / ásýnd málefna. Nánir ráðgjafar virðast hafa sannfært hann um að árangur í pólitík sé eins konar fegurðarsamkeppni. Fyrir bragðið er hégómaskapurinn áberandi. Nú ætlar hann að koma miklum hagsmunamálum í gegn, áður en hann hættir á næsta Landsfundi.

Það er kaldranalegt að hann skuli láta sér í léttu rúmi liggja þó hann kveðji með því að kljúfa flokkinn sem Landsfundarfulltrúar fólu honum að leiða, eftir að hafa áður rúið hann um þriðjungi síns fylgis. Það er líka kaldranalegt að taka nánustu samstarfsmenn með sér í fallinu, eftir að hafa hlaðið þær verkefnum og ábyrgð sem hæft hefðu reyndari stjórnmálamönnum.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig flokksráðsfundur tekur á málum í september.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: