- Advertisement -

Bjarni og flokkurinn eru með allt í mínus

Sigurjón Magnús Egilsson:

Flokkurinn er búinn að vera nánast í ríkisstjórn frá stofnun hans, 1929. Flestum er því kunnug stefna flokksins.

Leiðari Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fjórði stærsti flokkur landsins. Fylgið er rétt rúm þrettán prósent. Sem við flest héldum vera óhugsandi. Erfitt verður að endurheimta allt það sem hefur tapast. Ábyrgðin er fyrst og síðast Bjarna Benediktssonar. Hann á marga afleiki að baki.

Ræða Bjarna Benediktssonar á tröppum Bessastaða hefur greinilega haft afleiðingar. Bjarni boðaði þar mun harðari pólitík gagnvart flóttafólki sem hingað hefur leitað. Hann ákvað að teika Miðflokkinn í von um að ná fylgi frá Sigmundi Davíð og Bergþóri. Það misfórst. Síðan hefur Miðflokkurinn bætt drjúgt við sig, eflaust á kostnað Sjálfstæðisflokksins.

Nánast er ótrúlegt að Bjarni sitji enn í hásæti Valhallar. Bjarni er greinilega ekki ætlað að vera formaður. Hann virðist tala fylgið af flokknum. Að óbreyttu má ætla að stórsjái á þingflokknum eftir kosningarnar. Sem betur fer kann einhver að segja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mesti valdaflokkurinn er sjúkur…

Mesti valdaflokkurinn er sjúkur og svo mikið er víst að formaðurinn og hans fólk finna ekki lækninguna. Þingmennirnir tala helst um að nú þurfi að tala meira um stefnu flokksins, koma henni á framfæri. Flokkurinn er búinn að vera nánast í ríkisstjórn frá stofnun hans, 1929. Flestum er því kunnug stefna flokksins.

Aftur að ábyrgð Bjarna. Oftast þegar hann talar á Alþingi er hann leiðinlegur. Talar niður til annarra þingmanna. Lætur sem hann hafi efni á því. Bjarna ætlar ekki að takast að sigla flokknum til hafnar. Hann flatrekur upp í grýtta fjöru.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: