- Advertisement -

Bjarni og Eygló: Framsókn einhuga að baki sínum ráðherra

Stjórnmál Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, sagði í þættinum Sprengisandur fyrir skömmu, að vont væri að finna að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra standi ein í framgangi húsnæðisfrumvarpa sem fjármálaráðuneytið hefur beðið hana að taka til baka eða endurskoða.

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist síðarí sama þætti, gera ráð fyrir að allur þingflokkur Framsóknar standi einhuga að baki sínum ráðherra. Þingflokksfundur er hjá Framsóknarflokki á morgun þar sem málið verður rætt. Willum efast ekki um að Eygló verði hvött áfram í málinu.

Deilurnar milli Eyglóar og Bjarna virðast fljótt á litið vera þeir mestu sem hafa orðið milli stjórnarflokkanna. Eygló segist standa föst á sínu.

Þegar Sjálfstæðisflokkur hafnaði fullkláruðu frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar um stjórn fiskveiða dró hann í land og tók frumvarpið til baka. Það segist Eygló ekki ætla að gera.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér má hlusta á þáttinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: