Ragnar Önundarson er viss um að Bjarni Benediktsson sé á rangri leið, hvað varðar mannvirðingar í Sjálfstæðisflokknum, og jafnvel í fleiri málum.
Hann skrifar: „Konur hafa reynst „einnota“ í ábyrgðarstöðum á vegum flokksins, í tíð BB. Þær hafa hrökklast úr embætti, úr flokknum og úr pólitík. Reynsluboltar hafa verið sniðgengnir, ungar konur hafa þegið og halda áfram að þiggja forréttindi, flokkurinn missir sífellt fylgi. Reynslan er ólygnust.“
Ekki er endilega víst hjá Ragnari að fylgishrun Sjálfstæðisflokksins megi rekja að mestu til þeirra kvenna sem hafa gegnt forystuhlutverkum á vegum flokksins. Vandinn er örugglega mun dýpri. Áslaug Arna dómsmálaráðherra olli vonbrigðum um helgina þegar hún neitaði að svara fréttastofu RÚV. Hún er fljót að taka upp ósiðina.