Skjáskot: RÚV.

Greinar

Bjarni og brandarafrétt dagsins

By Miðjan

December 19, 2020

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, féllst í gær á tillögu þá sem Bankasýsla ríkisins lagði fram síðdegis á fimmtudag þess efnis að hefja söluferli á Íslandsbanka.“

Þetta er upphaf fréttar í Mogganum í dag. Eigum við að trúa að Bjarni hafi hvergi komið að? Að armslengdin frá ráðherrastólnum að Bankasýslunni hafi ekki virkað að þessu sinni? Að hann hafi bara orðið undrandi bit þegar hann sá hugmyndina?

Við erum eflaust mörg sem erum viss um að Bankasýslan kemur Bjarna aldrei á óvart. Átti ráðherrann kannski hugmyndina? Er verið að fara að vilja hans? Kannski.