Stjórnmál Innan Sjálfstæðisflokksins er ósætti um eitt og annað sem hefur spurst út um stjórnarmyndunina. Davíð Oddsson nefnir hluta hennar í leiðara dagsins. Ósættið snýst einkum að tveimur atriðum. Það er hver eigi að forsætisráðherra og svo ótti manna um að Sjálfstæðisflokkurinn muni gefa um of eftir í skattamálum.
„Það var alls ekki sjálfgefið að formaður VG yrði í öndvegi nýrrar ríkisstjórnar. VG er mun minni en Sjálfstæðisflokkurinn og stóð í stað þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu í fimm ár sem var þvert á spár um mikla fylgisaukningu,“ skrifar Davíð í dag. Hnan segir einnig: „Sjálfstæðisflokkur var vissulega í forystu fyrir ríkisstjórn sem tapaði 12 þingmönnum eftir aðeins tæpt ár við völd. Ríkisstjórnin beið afhroð, þótt forystuflokkur hennar slyppi skár frá kosningunum en horfði.“
Þetta hóflega orðalag er í takt við mun ákveðnari orð sem flokksmenn segja í prívatsamtölum. Það er kurr í flokknum.
Annað er óttinn við eftirgjöf í helstu stefnumálum. Best að gefa Davíð orðið aftur, en hann ræður meiru um framvinduna en margir vilja vera láta.
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur teygt sig langt til að tryggja þessa stjórnarmyndun og kyngt því að hafa ekki verið treyst fyrir umboði til að mynda stjórn þar sem raunhæfir kostir út frá hans sjónarmiði yrðu kannaðir.“
Síðar í dag verður plásturinn rifinn af stóru sári, það er Landsdómsmál Geirs H. Haarde. Það getur sett stein í þrönga götu Bjarna Benediktssonar formanns í leið hans að næstu ríkisstjórn.
Innan Sjálfstæðisflokksin eru margir villikettir og það verður verkur fyrir Bjarna að smala þeim saman.
-sme