- Advertisement -

Bjarni og bláu villikettirnir

Stjórnmál Innan Sjálfstæðisflokksins er ósætti um eitt og annað sem hefur spurst út um stjórnarmyndunina. Davíð Oddsson nefnir hluta hennar í leiðara dagsins. Ósættið snýst einkum að tveimur atriðum. Það er hver eigi að forsætisráðherra og svo ótti manna um að Sjálfstæðisflokkurinn muni gefa um of eftir í skattamálum.

„Það var alls ekki sjálf­gefið að formaður VG yrði í önd­vegi nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. VG er mun minni en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og stóð í stað þrátt fyr­ir að hafa verið í stjórn­ar­and­stöðu í fimm ár sem var þvert á spár um mikla fylgisaukn­ingu,“ skrifar Davíð í dag. Hnan segir einnig: „Sjálf­stæðis­flokk­ur var vissu­lega í for­ystu fyr­ir rík­is­stjórn sem tapaði 12 þing­mönn­um eft­ir aðeins tæpt ár við völd. Rík­is­stjórn­in beið af­hroð, þótt for­ystu­flokk­ur henn­ar slyppi skár frá kosn­ing­un­um en horfði.“

Þetta hóflega orðalag er í takt við mun ákveðnari orð sem flokksmenn segja í prívatsamtölum. Það er kurr í flokknum.

Annað er óttinn við eftirgjöf í helstu stefnumálum. Best að gefa Davíð orðið aftur, en hann ræður meiru um framvinduna en margir vilja vera láta.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur teygt sig langt til að tryggja þessa stjórn­ar­mynd­un og kyngt því að hafa ekki verið treyst fyr­ir umboði til að mynda stjórn þar sem raun­hæf­ir kost­ir út frá hans sjón­ar­miði yrðu kannaðir.“

Síðar í dag verður plásturinn rifinn af stóru sári, það er Landsdómsmál Geirs H. Haarde. Það getur sett stein í þrönga götu Bjarna Benediktssonar formanns í leið hans að næstu ríkisstjórn.

Innan Sjálfstæðisflokksin eru margir villikettir og það verður verkur fyrir Bjarna að smala þeim saman.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: