„Ný ríkisstjórn tekur við góðu búi. Staða ríkissjóðs er sterk, langtímahorfur í hagkerfinu góðar og skuldahlutföll hófleg. Þrátt fyrir áföllin hefur afkoman undanfarin ár farið langt fram úr spám og allar forsendur eru fyrir mjúkri lendingu.“
Þessa tilvitnun sækir ritstjóri Moggans í skrif Bjarna Benediktssonar og setur í leiðara dagsins.
Mogginn reynir að fálma sig áfram í sínu nýja hlutverki, það er að vera í stjórnarandstöðu.
Hér koma svo lokaorð leiðara dagsins:
„Nú virðist af orðum forystumanna þeirra flokka sem teknir eru við stjórnartaumunum að ætlunin sé að reyna að teikna upp þá mynd að hér sé ástandið í raun mun verra í efnahagsmálum en hagtölur hafi sýnt. Þess vegna verði ekki hægt að gera allt það sem flokkarnir höfðu lofað og þá jafnvel að reynt verði að skrifa mögulegan hægagang í vaxtalækkunum eða ákvarðanir um skattahækkanir á fyrrverandi ríkisstjórn.
Verði þetta aðferðin sem ný ríkisstjórn hyggst beita verða hveitibrauðsdagarnir óvenjulega stuttir. Ríkisstjórnin tekur í meginatriðum við góðu búi sem felur í sér gríðarleg tækifæri til að byggja ofan á með áframhaldandi verðmætasköpun og vaxandi velmegun landsmanna. Til að svo megi verða þarf ríkisstjórnin að sýna skilning á undirstöðum verðmætasköpunar íslensks atvinnulífs og láta af áformum um að sundra þjóðinni um mál sem öllum er ljóst að getur engu skilað nema langvarandi og djúpstæðum átökum.“
Hvað meina Mogginn og Bjarni? Að nýja ríkisstjórnin takið við góðu búi. Það er nú aldeilis. Nánast allir innviðir hafa setið á hakanum í stjórnartíð fyrri ríkisstjórnar.
Heiklbrigðiskefið, skólar, samgöngur, orkan og áfram má eflaust telja. Fyrrverandi ríkisstjórn fer frá í skömm en ekki sóma.
Of snemmt er að dæma nýju ríkisstjórnina.