- Advertisement -

Bjarni: „Ný rík­is­stjórn tek­ur við góðu búi“

Hvað meina Mogginn og Bjarni? Að nýja ríkisstjórnin takið við góðu búi. Það er nú aldeilis. Nánast allir innviðir hafa setið á hakanum í stjórnartíð fyrri ríkisstjórnar.

– sme

„Ný rík­is­stjórn tek­ur við góðu búi. Staða rík­is­sjóðs er sterk, lang­tíma­horf­ur í hag­kerf­inu góðar og skulda­hlut­föll hóf­leg. Þrátt fyr­ir áföll­in hef­ur af­kom­an und­an­far­in ár farið langt fram úr spám og all­ar for­send­ur eru fyr­ir mjúkri lend­ingu.“

Þessa tilvitnun sækir ritstjóri Moggans í skrif Bjarna Benediktssonar og setur í leiðara dagsins.

Mogginn reynir að fálma sig áfram í sínu nýja hlutverki, það er að vera í stjórnarandstöðu.

Verði þetta aðferðin sem ný rík­is­stjórn hyggst beita verða hveiti­brauðsdag­arn­ir óvenju­lega stutt­ir.

Hér koma svo lokaorð leiðara dagsins:

„Nú virðist af orðum for­ystu­manna þeirra flokka sem tekn­ir eru við stjórn­artaum­un­um að ætl­un­in sé að reyna að teikna upp þá mynd að hér sé ástandið í raun mun verra í efna­hags­mál­um en hag­töl­ur hafi sýnt. Þess vegna verði ekki hægt að gera allt það sem flokk­arn­ir höfðu lofað og þá jafn­vel að reynt verði að skrifa mögu­leg­an hæga­gang í vaxta­lækk­un­um eða ákv­arðanir um skatta­hækk­an­ir á fyrr­ver­andi rík­is­stjórn.

Verði þetta aðferðin sem ný rík­is­stjórn hyggst beita verða hveiti­brauðsdag­arn­ir óvenju­lega stutt­ir. Rík­is­stjórn­in tek­ur í meg­in­at­riðum við góðu búi sem fel­ur í sér gríðarleg tæki­færi til að byggja ofan á með áfram­hald­andi verðmæta­sköp­un og vax­andi vel­meg­un lands­manna. Til að svo megi verða þarf rík­is­stjórn­in að sýna skiln­ing á und­ir­stöðum verðmæta­sköp­un­ar ís­lensks at­vinnu­lífs og láta af áform­um um að sundra þjóðinni um mál sem öll­um er ljóst að get­ur engu skilað nema langvar­andi og djúp­stæðum átök­um.“

Hvað meina Mogginn og Bjarni? Að nýja ríkisstjórnin takið við góðu búi. Það er nú aldeilis. Nánast allir innviðir hafa setið á hakanum í stjórnartíð fyrri ríkisstjórnar.

Heiklbrigðiskefið, skólar, samgöngur, orkan og áfram má eflaust telja. Fyrrverandi ríkisstjórn fer frá í skömm en ekki sóma.

Of snemmt er að dæma nýju ríkisstjórnina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: