Fréttir

Bjarni með opið fyrir svindlara

By Miðjan

May 08, 2020

„Við í Samfylkingunni viljum ekki rétta þeim fjármuni skattgreiðenda sem hafa svikið undan skatti, hafa ekki lagt sitt af mörkum til sameiginlegra sjóða og ætlað öðrum að bera sinn hlut í velferðarkerfinu,“ skrifar Oddný Harðardóttir.

„Panamaskjölin sýndu að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs var einstakt í heiminum á þeim tíma sem gögnin náðu til og við þekkjum samspil móður- og dótturfélaga við lágskattasvæði og aflandsfélög. Fjármálaráðherra heldur því fram að þau skilyrði séu til staðar vegna stuðningslána og brúarlána en það er alrangt!“

Fyrirsögnin er Miðjunnar.