Fréttir

Bjarni mætir andstöðu í eigin þingflokki

By Miðjan

May 01, 2020

Eftir  að hafa hlustað á fund Sigríðar Á. Andersen, sem var á Facebook, þar sem hún talaði um stöðu fjölmiðla, er víst að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun ekki sættast á fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Kannski er það engin frétt.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, lagði sjálfur fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að menntamálaráðherra fái heimild til að ráðstafa 350 milljónum til einkarekinna fjölmiðla. Í máli Sigríðar Á. Andersen kom  fram að andstaða er innan þingflokksins við þeim vilja formanns þeirra að einkarerknir fjölmiðlar verði styrktir.

Sigríður nefndi meðal annars að sjálfstæði fjölmiðlanna myndi bera skaða af verðir þeir háðir styrkjum frá ríkinu. Eins kom fram á Facebookfundi Sigríðar Á. Andersen að vilji til að samningur ríkisins og Ríkisútvarpsins verði endurmetinn.

Mesta fréttin  er andstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna vilja hans til að styrkja fjölmiðla um 350 milljónir króna.