Bjarni lýsir fundum sem hann sat ekki
- Smári McCarty: „Bjarni var ekki á þessum fundum. Hann veit ekki hvað hann er að tala um.“
„Mér finnst ráðherrann hafa skýrt sitt mál mjög vel og mér sýnist að það hafi fengist stuðningur við þá tillögu sem liggur fyrir þinginu í meirihluta [stjórnskipunar- og eftirlits]nefndarinnar. Við þurfum síðan að sjá hvernig minni hlutinn á þinginu vill að þingið starfi í framhaldi af þessu, hversu mikla umræðu menn vilja sjá um málið,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í tíu fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöld
„Bjarni var ekki á þessum fundum. Hann veit ekki hvað hann er að tala um,“ skrifar Smári McCarty Pírati, á Facebook, um þetta.
Bjarni sagði meira í fréttaviðtalinu. Hann sagði Bjarni öll sjónarmið hafa komið fram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Það verður að hafa í huga að þetta er afskaplega sérstakt mál, það á sér ekki margar samlíkingar. Það er verið að skipa 15 dómara við nýjan rétt og það er ýmislegt sem snertir samspil ákvörðunar ráðjerra og þess að þingið kemur að málinu sem er óvanalegt. Mér finnst það hafa einkennt umræðuna í þinginu að menn hafa ekki alveg verið öruggir um hvernig ætti að taka á þessu. En það er ekki flóknara en svo að þingið getur annaðhvort stutt tillögu ráðherrans eða ekki og eins og það horfir við mér er meirihluti til að styðja ráðherrann til þessarar niðurstöðu. Þá ætti í sjálfu sér ekki að þurfa að teygja lopann neitt meira.“
Bjarni styður tillögu, Sigríðar Á. Andrsen dómsmálaráðhera, um skipan dómara.
-sme