- Advertisement -

Bjarni löngu kominn yfir eindaga

Það er sem sagt að verða ár síðan eindagi þessa máls rann út.

Jón Steindór Valdimarsson:
„Ég hef ekki orðið var við að neinni vinnu hafi verið skilað, nein nefnd sett í gang.“

„Alþingi samþykkti í apríl árið 2018 gagnmerka þingsályktunartillögu sem fjallaði einmitt um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Þar er gert ráð fyrir því að fjármálaráðherra skili tillögum um það hvernig betur megi standa sig fyrir 1. nóvember árið 2018. Það er sem sagt að verða ár síðan eindagi þessa máls rann út,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson á þingi, þegar hann talaði um nýja skýrslu OECD.

„Ég hef ekki orðið var við að neinni vinnu hafi verið skilað, nein nefnd sett í gang. Ég tel þetta grafalvarlegt vegna þess að hér er eftir mjög miklu að slægjast. Við erum e.t.v. að hefja mikið framkvæmdatímabil. Þess þarf í það minnsta. Við erum að ræða um stórar samgönguumbætur víða um land og þá er mjög mikilvægt að í gangi sé regluverk sem tryggi sem besta nýtingu fjármuna. Það regluverk er ekki til í dag,“ sagði Jón Steindór.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: