- Advertisement -

Bjarni liggur á lausn gegn skattsvikum

Tillögurnar sem Bjarni liggur og gætir að ekki verði unnið eftir.

Þrátt fyrir ákveðnar tillögur gegn skattsvikum gerist ekkert. Lausnirnar eru í fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Þar sem hann liggur á lausninni. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifar um stöðu um öryrkja í Fréttablaði dagsins. Þar skrifar hún um skattsvikin og niðurstöðu starfshóps gegn skattsvikum.

„Hlutverk starfshópsins var að meta umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap. Í niðurstöðum starfshópsins kemur fram að ekki liggi fyrir tölur um umfang skattsvika hér á landi, en undanfarna þrjá áratugi hafi þau verið metin þrjú til sjö prósent af landsframleiðslu árlega. Starfshópurinn segir í skýrslu sinni, að ef skattsvik eru metin sem fjögur prósent af landsframleiðslu, megi áætla að þau hafi numið 100 milljörðum árið 2016,” skrifar Þuríður Harpa.

„Sama prósentutala fyrir árið 2019 gefur okkur 118 milljarða. Þar að auki kemur fram í skýrslu starfshópsins, að ætla megi að íslenska ríkið verði af um sex milljörðum árlega vegna undanskota í tengslum við af landsfélög. Árið 2019 urðum við því sem þjóð af eitt hundrað tuttugu og fjórum milljörðum vegna skattsvika. Í fjárlögum fyrir árið 2019 var heildar upphæð til almannatrygginga rétt um 150 milljarðar. Því sem skotið var undan skatti það árið hefði fjármagnað nær 80% af útgjöldum okkar til almannatrygginga. Starfshópurinn valdi að skoða neðri mörkin. Munum að í skýrslunni segir að talið sé að undanskot nemi þremur til sjö prósentum. Og hvað gerist ef við reiknum nú sjö prósent? Jú, þá greiða skattundanskot öll útgjöld til almannatrygginga samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2019, og rétt um 63 milljarðar eru eftir í eitthvað annað. Til að setja þá tölu í samhengi er í fjárlagafrumvarpi ársins 2021 áætlaðir til samgöngumála 56 milljarðar,“ skrifar formaður Öryrkjabandalagsins og endar skrif sín svona: „Og ráðherra spyr hver á að borga?“

Þú gætir haft áhuga á þessum


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: