- Advertisement -

Bjarni, leyndin og Lindarhvoll

Gríðarleg­ar upp­hæðir fóru um hend­ur stjórn­enda Lind­ar­hvols þau tvö ár sem fé­lagið starfaði.

Öllum til­raun­um til að fá upp­lýs­ing­ar frá fé­lag­inu hef­ur verið mætt með út­úr­snún­ing­um og oft skæt­ingi.

„Með því að stofna sér­stakt einka­hluta­fé­lag til þess að ann­ast þessi verk­efni, í stað þess að sinna þeim í ráðuneyt­inu, var hægt að kom­ast hjá lög­um og regl­um um upp­lýs­inga­gjöf en Lind­ar­hvoll heyrði ekki und­ir „Opna reikn­inga“ frek­ar en ESÍ.“

Þetta er meðal þess sem má lesa í langri, og forvitnilegri, grein sem Skapti Harðarson, sem er formaður Samtaka skattgreiðenda, skrifar og birt er í Mogganum í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Öllum til­raun­um til að fá upp­lýs­ing­ar frá fé­lag­inu hef­ur verið mætt með út­úr­snún­ing­um og oft skæt­ingi.

„Lind­ar­hvoll er einka­hluta­fé­lag í eigu rík­is­sjóðs og var meðal ann­ars falið að selja þær eign­ir sem lagðar voru til rík­is­sjóðs sem hluti af svo­kölluðu stöðug­leikafram­lagi fjár­mála­fyr­ir­tækja í tengsl­um við nauðasamn­ing­ana. Samið var við sjálfstætt starf­andi lög­fræðing um að sjá um rekst­ur­inn. Í stjórn fé­lags­ins sátu þrír rík­is­starfs­menn og fékk stjórn­ar­formaður­inn, starfsmaður í fjár­málaráðuneyt­inu, um 450.000 kr. á mánuði en meðstjórn­end­urn­ir, kenn­ari í Há­skóla Íslands og fram­kvæmda­stjóri ESÍ, um 300.000 kr. Fjár­málaráðherra ákvað stjórn­ar­laun­in (emb­ætt­is­menn í mörg­um launuðum störf­um hjá rík­inu væri efni í aðra grein!).“

Skapti rifjar upp: „Gríðarleg­ar upp­hæðir fóru um hend­ur stjórn­enda Lind­ar­hvols þau tvö ár sem fé­lagið starfaði. Enn eru deil­ur um söl­ur á eign­um fé­lags­ins og ým­is­legt sem bend­ir til að fag­mennska og heil­indi hafi ekki alltaf verið höfð að leiðarljósi. Öllum til­raun­um til að fá upp­lýs­ing­ar frá fé­lag­inu hef­ur verið mætt með út­úr­snún­ing­um og oft skæt­ingi. Sjálf­sögðum upp­lýs­ing­um, eins og um aðgang að til­boðum eft­ir að til­boðsferli lauk, nöfn­um til­boðsgjafa og upp­lýs­ing­um um fjölda stjórn­ar­funda á ári er synjað og þarf að slíta út úr fé­lag­inu með aðstoð úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál. Sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi tók út rekst­ur Lind­ar­hvols fyr­ir tveim­ur árum og skrifaði um hann grein­ar­gerð sem var af­hent sum­arið 2018. Ein­hverra hluta hef­ur hún enn ekki verið gerð op­in­ber. Hvað er þar sem þolir ekki dags­ljósið?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: