Hafði Bjarni Benediktsson samráð við utanríkisnefnd áður en hann tók ákvörðun um að frysta greiðslur sem ætlaðar eru til aðstoðar við fólkið á Gaza?
„Nei. Samráðsskylda ráðherra utanríkismála við Alþingi/utanríkismálanefnd er ríkari en annarra ráðherra, skv. lögum. Það hefði verið bæði betra og skynsamara,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, um þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar að frysta greiðslur til þurfandi fólks á Gaza.
Er Þorgerður Katrín sammála því sem Bjarni gerði?
„Ég hef mínar efasemdir en vil bíða með yfirlýsingar þar til nefndin hefur verið upplýst betur um málið en það er á miðvikudag. Mikilvægast í dag er að fólkið á Gasa njóti aðstoðar og sé ekki skilið eftir í þeim hörmungum sem því blasa.“
Mun ákvörðun Bjarna hafa pólitískar afleiðingar fyrir hann?
„Ætli það sé ekki betra að Katrin Jakobsdóttir svari því,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við Miðjuna.
-sme