Sjálfviljug og upplýst gengu þau til ríkisstjórnarsamstarfs. Það er þeirra, og bara þeirra, að vinna þau verk sem þau sóttust eftir að takast á við. Þeim ber að ljúka launaátökunum við ljósmæður. Ekki er minnsti vafi á að Katrín og Svandís vilja semja. En Bjarni ekki.
Þær verða að sýna meiri dug. Ekki láta harða stálhnefann úr Valhöll komast upp með allt sem hann vill. Það er komið nóg. Katrín og Svandís voru ekki kosnar til að feta stíg auðvaldsins. Barasta alls ekki. Því var lofað að bætt yrður úr bráðasta vanda heilbrigðiskerfisins.
Það hefur ekki verið gert. Bráðamóttökum er lokað, fólk segir upp í hrönnum þar sem allt er á fallandi fæti. Það stefnir í algjöra neyð. Ekki er við það unandi að Katrín og Svandís framfylgi miskunarlausri stefnu Valhallar. Ekki lengur. Það er komið meira en nóg.
Hnúturinn herðist með hverjum deginum og sífellt verður erfiðara fyrir VG að losna úr ofbeldissambandinu.
Sigurjón M. Egilsson.