- Advertisement -

Bjarni, hver eru eðlileg laun?

Bjarni hefur reyndar ekki svarað því hvað hann telji eðlileg laun bankastjóra.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, skrifar að venju helgarpistil á vef sambandsins.

Þar má lesa þetta:

„Hingað til hefur skort á skilning á þeirri grundvallarkröfu verkalýðshreyfingarinnar að gera kerfisbreytingar í átt að meiri sanngirni og réttlæti. Þegar forstjóri Haga er með 22 föld laun lægst launaða starfskraftsins innan sama fyrirtækis þarf enginn að vera hissa á ástandinu á vinnumarkaði. Meira að segja fjármálaráðherra virðist vera farinn að gera sér grein fyrir þessu samanber bréf til Bankasýslu ríkisins í gær þar sem hann fer fram á endurskoðun launa bankastjóra Landsbankans.

Fjármálaráðherra hefur reyndar ekki svarað því hvað hann telji eðlileg laun bankastjóra í samhengi við til dæmis laun gjaldkera. Frekar er sett út á tímasetningu launaákvarðana. Persónulega finnst mér ágætt að fá þessar hækkanir í miðri kjaradeilu í stað þess að fá þær viku eftir undirritun kjarasamninga. En vonandi veit það á gott að stjórnvöld geri athugasemdir við óeðlilegar og forhertar hækkanir efstu stétta.“

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: