- Advertisement -

Bjarni, hvaða skattar hafa hækkað og hverjir hafa lækkað?

Óli Björn Kárason hefur lagt nokkrar spurningar formann sinn, fjármálaráðherrann Bjarna Benediktsson. Bjarna ber að svara Óla Birni.

Fyrst spyr Óli Björn: „Hvaða skattar og tryggingargjöld ríkissjóðs hafa verið lækkuð frá árinu 2013? Hvaða skattar hafa hækkað? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum og skattstofnum.“

Þarna miðar Óli Björn við þann tíma sem Bjarni settist fyrst í fjármálaráðuneytið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Næst spyr Óli Björn: „Að öðru óbreyttu, hverjar hefðu skatttekjur ríkisins orðið frá 2013 til 2019 ef skattar og tryggingargjöld hefðu verið óbreytt miðað við árið 2012? Óskað er eftir sundurgreiningu eftir árum, jafnt á verðlagi hvers árs sem og á föstu verðlagi.“

Það er ekkert annað. Mikið ákall hefur verið innan úr flokki þeirra Óla Björns og Bjarna um lækkun skatta. Bjarni hét því áður en hann varð fjármálaráðherra að afnema allar þær skattabreytingar sem Jóhönnustjórnin kom á. Spennandi verður að lesa svar Bjarna.

Og að endingu spyr Óli Björn: „Hvaða áhrif hafa skattkerfisbreytingar frá 2013 haft á ráðstöfunartekjur heimilanna?“

Fínar spurningar frá Óla Birni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: