Í löngu viðtali, í viðskiptakálfi Moggans, er langt viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þar er stuttur kafli um ellilífeyri. Bjarni sér greinilega fram á að lífeyrissjóðirnir taki nánast yfir það sem Tryggingastofnun gerir nú:
„Hvað ellilífeyriskerfið varðar þá mun sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu hjálpa okkur. Þeim árgöngum fækkar sem hafa takmörkuð eða léleg lífeyrisréttindi. Þeir árgangar koma inn á lífeyri sem hafa einfaldlega safnað sér fyrir góðum eða bærilegum lífeyri. Þessi viðsnúningur verður einhvern tímann á tímabilinu eftir 2030 en þangað til mun þunginn í þessu vaxa eitthvað fyrir ríkissjóð.“