- Advertisement -

Bjarni: Hlutirnir hafa gengið mjög vel

Peningarnir verða eftir inni í fyrirtækjunum.

„Hlutirnir sem við höfum verið að kynna til sögunnar á þessu ári hafa gengið mjög vel,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi.

„Hlutabótaleiðin hefur verið til umræðu á þessum þingdögum, framlenging hennar, og við sjáum að það er úrræði sem hefur gagnast mjög vel. En það er svo fjölmargt annað sem sjaldnar er rætt um sem hefur einnig skipt máli. Frestun á gjalddögum skilur eftir fjármuni hjá fyrirtækjunum þannig að þau geti betur einbeitt sér að því að fást við aðstæður. Breytingar á skattareglum leiða til þess að hjá fyrirtækjum sem áttu eða höfðu væntingar um að þurfa að greiða til ríkisins skatta á þessu ári vegna hagnaðar á árinu 2019 verða peningarnir eftir inni í fyrirtækjunum, og geta gagnast í rekstrinum. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar er sömuleiðis að koma að gagni. Það kemur ofan á annað átak sem við höfum sérstaklega lagt upp með í samgöngumálum og kemur inn á fjölbreytt svið mannlífsins á Íslandi, allt frá samgöngum yfir í grunnrannsóknir, ýmislegt sem snertir samkeppnissjóðina og margt fleira,“ sagði Bjarni greinilega sáttur við eigin verk.

Bjarni átti i orðaskiptum við Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn. Bjarni sagði:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Jón Steindór Valdimarson:
„Það læðist hins vegar að manni sá grunur að það gæti verið að ríkisstjórnin sé klók og hún sé þegar farin að undirbúa sig undir næstu kosningar.“

„Hérna er í raun og veru spurt: Af hverju gerum við ekki meira hraðar? Hvað er það sem háttvirtur þingmaður er að kalla eftir að gert verði sérstaklega? Sumir tala um að hið opinbera eigi að stórauka enn frekar fjárfestingu sína. Það gæti komið til álita að reyna að bæta eitthvað í en ég held að við ættum að beina sjónum okkar að hinu raunverulega vandamáli sem er fall í fjárfestingu einkageirans.“

„Ósamhverf og óskýr stefna. Hætta er á lausung í stjórn opinberra fjármála með nýrri fjármálastefnu ef hagvöxtur verður meiri en búist var við. Þetta eru ekki mín orð heldur fjármálaráðs. Það sem við erum að tala um er einfaldlega það að sjá þarf til þess að hægt sé að halda uppi umsvifum í samfélaginu þegar mest þarf á því að halda og það er á næstu örfáum mánuðum ef veðmál ríkisstjórnarinnar og spáaðila er rétt um að þetta verði stutt og snarpt,“ sagði Jón Steindór og bætti við:

„Það læðist hins vegar að manni sá grunur að það gæti verið að ríkisstjórnin sé klók og hún sé þegar farin að undirbúa sig undir næstu kosningar og ætli þá að eiga í vasanum mál til þess að fjármagna kosningaloforð sem verða sett fram á næsta vetri.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: