- Advertisement -

Bjarni hinn sanni „skattmann“?

Skattar á einstaklinga eru hlutfallslega hærri á Íslandi en í öllum hinum OECD-ríkjunum, nema Danmörku.

Konráð S. Guðjónsson.

„Í nýútgefinni staðreynd Viðskiptaráðs kemur fram að árið 1990 greiddu Meðal-Jón og -Gunna 17% af tekjum sínum í skatta, 21% árið 2000 og loks 24% árið 2018. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra og það sem meira er, eru skattar á einstaklinga hlutfallslega hærri á Íslandi en í öllum hinum OECD-ríkjunum, nema Danmörku.

Í Danmörku er skattkerfið nokkuð sérstakt þar sem almannatryggingar og lífeyrisgreiðslur eru að miklu leyti fjármagnaðar með tekjuskatti sem skekkir samanburðinn svo ekki er loku skotið fyrir að Ísland sé skattakóngur OECD en ekki einungis skattaprins,“ skrifar Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, í grein sem birt er á vefsíðu Viðskiptaráðs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: