„Þetta er mjög kaldhæðnislegt vegna þess að flokkurinn sem leggur fram fjárlagafrumvarpið tönnlast ítrekað á frasanum „en engin lög voru brotin“. Það er því ekki skrítið að ráðherra móðgist og hlaupi á dyr þegar hann veit upp á sig sökina, enda hefur hann engar málsbætur og getur því ekki gert neitt annað en að flýja. Svo situr þjóðin uppi með gölluð ógagnsæ fjárlög, þökk sé meirihluta Alþingis sem sinnir ekki vinnunni sinni og er greinilega slétt sama þó lögum um opinber fjármál sé ekki fylgt,“ þetta er niðurlag greinar Björns Leví Gunnarsson í Mogganum í dag.