- Advertisement -

Bjarni hefur Bankasýsluna hjá sér

Bankasýslan átti að hætta starfi árið 2014 og engin lagaheimild, til áframhaldandi starfs, er til staðar.

Inga Sæland.

„Mér finnst furðulegt hvernig Banka­sýsl­an hef­ur fylgt fjár­mála- og efna­hags­ráðherra á milli ráðuneyta. Þ.e úr fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti yfir í for­sæt­is­ráðuneytið og aft­ur til baka í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið. Það er vegna þess og full­vissu minn­ar um ólög­mæti Banka­sýsl­unn­ar sem ég sendi skrif­lega fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. Svarið barst mér nú í vik­unni og hef­ur verið birt á Alþing­isvefn­um.“

Það er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem á þessi orð.

En ólögmæti Bankasýslunnar, er hún ólögleg?

„Lög um Banka­sýslu rík­is­ins nr. 88/​2009 tóku gildi 20. ág­úst 2009. Það er al­gjör­lega hafið yfir all­an vafa að mínu mati, að 9.gr. lag­anna er eins skýr og skor­in­ort og laga­ákvæði get­ur orðið. Þar seg­ir orðrétt um lok stofn­un­ar­inn­ar.

Stofn­un­in skal hafa lokið störf­um eigi síðar en fimm árum frá því að hún er sett á fót og verður hún þá lögð niður.

Ákvæðið fel­ur það ein­fald­lega í sér að stofn­un­ina skuli leggja niður eigi síðar 20. ág­úst 2014. Hún hafði ein­fald­lega eng­an laga­grund­völl að byggja á við sölu Borg­un­ar og hluta Ari­on banka til hrægamma og tengdra aðila á sín­um tíma.“

Byggt á grein Ingu í Mogganum í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: