Skjáskot: Kastljós.

Stjórnmál

Bjarni hækkar frítekjumarkið – ekki hjá öryrkjum

By Miðjan

December 05, 2020

Bjarni Benediktsson hefur eflaust ýmsa kosti, eins og almennt er um fólk. Einn helsti kostur Bjarna að stundum kemur hann beint fram. Hann til dæmis gerði fyrrverandi stjórnarformann Samherja að sjávarútvegsráðherra. Ekkert hik. Eins gerði hann Brynjar Níelsson að einum af forsetum Alþingis. Merkilegt.

Nú ætlar Bjarni að tvöfalda frítekjumark. Úr 150 þúsundum í 300 þúsund. Þetta á samt ekki við hjá því fólki sem verst hefur það. Bara alls ekki. Bjarni eyðir ekki tíma eða hugsunum sínum á þannig fólk.

„Samhliða sumarhúsabreytingunni mælti ég þannig fyrir tillögu um hækkun frítekjumarks vaxtatekna úr 150 þúsund krónum á ári í 300 þúsund krónur. Enn mikilvægari er þó sú tillaga að frítekjumarkið nái einnig til arðs og söluhagnaðar hlutabréfa í skráðum félögum. Breytingin næði bæði til félaganna á aðalmarkaði Kauphallarinnar sem og lítilla og meðalstórra vaxtarfélaga á First Northmarkaðstorginu. Þannig verður auðveldara að ávaxta sparifé með fjölbreyttari hætti og á sama tíma er stuðlað að mikilvægri viðspyrnu fyrir efnahagslífið,“ skrifar Bjarni í Moggann.

Vilji Bjarna mun renna hratt í gegnum ríkisstjórn og Alþingi. Ekki rétt Vinstri græn?