Mynd: Skjáskot Silfrið.

Stjórnmál

Bjarni gaf stöndugasta fólkinu þúsundir milljóna

By Ritstjórn

June 23, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Íslandsbanki endaði í 99 kr. á hlut í dag, meira en 25% yfir verðinu sem Bjarni setti á bankann. Meðgjöfin með bankanum, sem er ávinningur efnafólksins sem keypti, er þá komin í 14.000 m.kr. Miðað við verð á Arionbanka má reikna með að bréfin í Íslandsbanka haldi áfram að hækka næstu daga og vikur. 4,65% hækkun í dag er aðeins forsmekkurinn.Og enn er talað um þessa sölu á almannaeignum sem eitthvað normalt í fjölmiðlum, að Bjarni hafi gefið stöndugasta fólkinu þúsundir milljóna … bara af því hann gat það.