- Advertisement -

Bjarni fyrir landsdóm – eða má hann allt?

„Var van­ræksl­an „af ásetn­ingi eða stór­kost­legu hirðuleysi“ og var málið þannig vaxið að það hafi „stofnað hags­mun­um rík­is­ins í fyr­ir­sjá­an­lega hættu“? Hversu mikið þarf til?“

Björn Leví Gunnarsson .

Stjórnmál „Nán­ar var fjallað um Íslands­banka­málið og spurði þátta­stjórn­andi umboðsmann hvort ákveðið grand­leysi sé það sem er ámæl­is­vert en umboðsmaður svar­ar ein­fald­lega „ég myndi ekki nota orðið grand­leysi, ég myndi frek­ar nota orðið van­ræksla“, sem þátta­stjórn­anda fannst mun sterk­ara orð,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson í Mogga dagsins. Greinin er birt á leiðarasíðu blaðsins.

Björn styðst við útvarpsviðtal við fráfarandi umboðsmanns Alþingis.

„Já, van­ræksla er mun sterk­ara orð í sam­hengi at­hafna og ábyrgðar ráðherra því það má finna í lög­um um ráðherra­ábyrgð. Það má krefja ráðherra ábyrgðar vegna van­rækslu sam­kvæmt þeim lög­um ef málið er svo vaxið. Fyrst umboðsmaður not­ar orðið van­ræksla um störf ráðherra þá hljót­um við (og ráðherra) að þurfa að spyrja okk­ur hvort málið sé það al­var­legt að lands­dóm­ur þurfi að svara til um stöðu ráðherra í því máli,“ skrifar Björn Leví.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo spyr Björn Leví:

„Var van­ræksl­an „af ásetn­ingi eða stór­kost­legu hirðuleysi“ og var málið þannig vaxið að það hafi „stofnað hags­mun­um rík­is­ins í fyr­ir­sjá­an­lega hættu“? Hversu mikið þarf til?“

Svo kemur þetta:

„Ég held að það sé aug­ljóst að það þurfi að út­kljá þetta álit umboðsmanns fyr­ir Lands­dómi. Ráðherra kýs varla að sitja und­ir þess­um ávirðing­um um van­rækslu og hlýt­ur að leita eft­ir sýknu gagn­vart þeim. Alþingi hlýt­ur einnig að vilja vita hvað meint van­ræksla ráðherra þýðir með til­liti til laga. Alþingi hlýt­ur líka að vilja vita hvernig stend­ur á því að ráðuneyt­in séu ekki að sinna al­mennu eft­ir­liti með stofn­un­um sín­um og rétt­ind­um borg­ar­anna.

Við hljót­um öll að vilja vita þetta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: