- Advertisement -

Bjarni fjarstýrir fjárlaganefnd

Lagði ég m.a. til að bætt yrði við skil­yrði í samn­ing­inn sem hefði dregið úr áhættu rík­is­ins. Á það var ekki hlustað.

„Svarið var að það væri mat fjár­málaráðuneyt­is­ins að ekki væri eðli­legt að nefnd­in leitaði um­sagna annarra aðila en Rík­is­end­ur­skoðunar. Lýsti ég yfir von­brigðum í ljósi þess að slík vinnu­brögð ganga á skjön við eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is og ganga í raun frek­lega á valdsvið þess.“ Willum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar.

Þetta er þunga miðjan í Moggagrein Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins, um samning Bjarna Benediktssonar og Seðlabankans um allt að fimmtíu milljarða brúarlánasamning.

Aðeins Ríkisendurskoðun fékk að skila inn umsögn, til fjárlaganefndar, vegna brúarlánafrmvapsins.

Á það var ekki fall­ist.

„Nefnd­ar­menn í fjár­laga­nefnd fengu mjög skamm­an tíma til þess að kynna sér samninginn og ein­ung­is tvær klukku­stund­ir til að skila inn skrif­leg­um at­huga­semd­um, svo mjög lá á að und­ir­rita hann. Lagði ég áherslu á að nauðsyn­legt væri að fá álit sér­fræðinga á samn­ingn­um til að hægt væri að glöggva sig á álita­efn­um. Ein um­sögn barst og er frá Rík­is­end­ur­skoðun, sem varð að vinna hana í mikl­um flýti. Óskaði ég eft­ir því að fá að kalla til óháða sér­fræðinga fyr­ir nefnd­ina, eins og venj­an er. Á það var ekki fall­ist,“ skrifar Birgir.

Um samninginn  segir Birgir: „Hann er tækni­lega flók­inn bæði um fram­kvæmd og eft­ir­lit. Óvíst er hversu mikið kem­ur til með að falla á rík­is­sjóð. Í nefndaráliti kem­ur fram að fjár­laga­nefnd eigi að fjalla um samn­ing­inn áður en hann er und­ir­ritaður.“

Birgir segir Miðflokk­inn styðja þær fyr­ir­ætlan­ir sem í samn­ing­um fel­ast. „Fjár­laga­nefnd átti enga mögu­leika á að greina samn­ing­inn með óháðum sér­fræðing­um til að tryggja að mark­mið hans nái fram að ganga og að fyllsta ör­ygg­is sé gætt í meðferð rík­is­fjár. Þetta eru óvönduð vinnu­brögð og skrif­ast á rík­is­stjórn­ar­flokk­ana. Í samn­ingn­um eru ann­mark­ar sem nauðsyn­legt var að ræða frek­ar. Þannig benti Rík­is­end­ur­skoðun á aug­ljós­ar hætt­ur hvað varðar veðtrygg­ing­ar. Lagði ég m.a. til að bætt yrði við skil­yrði í samn­ing­inn sem hefði dregið úr áhættu rík­is­ins. Á það var ekki hlustað.“

Birgir endar grein sín svona: „Mik­il­vægt er að koma fyr­ir­tækj­um til aðstoðar á for­dæma­laus­um tím­um, svo ekki þurfi að koma til upp­sagna starfs­fólks. Mik­il­vægt er að ráðdeild­ar­semi ríki í meðferð rík­is­fjár og úrræðið verði ekki mis­notað. Mestu skipt­ir að úrræðið dugi til að stuðla að því að rétta við at­vinnu­rekst­ur­inn í land­inu og vernda störf fólks.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: