- Advertisement -

Bjarni fjarstýrir fjárlaganefnd

Lagði ég m.a. til að bætt yrði við skil­yrði í samn­ing­inn sem hefði dregið úr áhættu rík­is­ins. Á það var ekki hlustað.

„Svarið var að það væri mat fjár­málaráðuneyt­is­ins að ekki væri eðli­legt að nefnd­in leitaði um­sagna annarra aðila en Rík­is­end­ur­skoðunar. Lýsti ég yfir von­brigðum í ljósi þess að slík vinnu­brögð ganga á skjön við eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is og ganga í raun frek­lega á valdsvið þess.“ Willum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar.

Þetta er þunga miðjan í Moggagrein Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins, um samning Bjarna Benediktssonar og Seðlabankans um allt að fimmtíu milljarða brúarlánasamning.

Aðeins Ríkisendurskoðun fékk að skila inn umsögn, til fjárlaganefndar, vegna brúarlánafrmvapsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á það var ekki fall­ist.

„Nefnd­ar­menn í fjár­laga­nefnd fengu mjög skamm­an tíma til þess að kynna sér samninginn og ein­ung­is tvær klukku­stund­ir til að skila inn skrif­leg­um at­huga­semd­um, svo mjög lá á að und­ir­rita hann. Lagði ég áherslu á að nauðsyn­legt væri að fá álit sér­fræðinga á samn­ingn­um til að hægt væri að glöggva sig á álita­efn­um. Ein um­sögn barst og er frá Rík­is­end­ur­skoðun, sem varð að vinna hana í mikl­um flýti. Óskaði ég eft­ir því að fá að kalla til óháða sér­fræðinga fyr­ir nefnd­ina, eins og venj­an er. Á það var ekki fall­ist,“ skrifar Birgir.

Um samninginn  segir Birgir: „Hann er tækni­lega flók­inn bæði um fram­kvæmd og eft­ir­lit. Óvíst er hversu mikið kem­ur til með að falla á rík­is­sjóð. Í nefndaráliti kem­ur fram að fjár­laga­nefnd eigi að fjalla um samn­ing­inn áður en hann er und­ir­ritaður.“

Birgir segir Miðflokk­inn styðja þær fyr­ir­ætlan­ir sem í samn­ing­um fel­ast. „Fjár­laga­nefnd átti enga mögu­leika á að greina samn­ing­inn með óháðum sér­fræðing­um til að tryggja að mark­mið hans nái fram að ganga og að fyllsta ör­ygg­is sé gætt í meðferð rík­is­fjár. Þetta eru óvönduð vinnu­brögð og skrif­ast á rík­is­stjórn­ar­flokk­ana. Í samn­ingn­um eru ann­mark­ar sem nauðsyn­legt var að ræða frek­ar. Þannig benti Rík­is­end­ur­skoðun á aug­ljós­ar hætt­ur hvað varðar veðtrygg­ing­ar. Lagði ég m.a. til að bætt yrði við skil­yrði í samn­ing­inn sem hefði dregið úr áhættu rík­is­ins. Á það var ekki hlustað.“

Birgir endar grein sín svona: „Mik­il­vægt er að koma fyr­ir­tækj­um til aðstoðar á for­dæma­laus­um tím­um, svo ekki þurfi að koma til upp­sagna starfs­fólks. Mik­il­vægt er að ráðdeild­ar­semi ríki í meðferð rík­is­fjár og úrræðið verði ekki mis­notað. Mestu skipt­ir að úrræðið dugi til að stuðla að því að rétta við at­vinnu­rekst­ur­inn í land­inu og vernda störf fólks.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: