- Advertisement -

Bjarni fer með rangt mál

„Er talnaskilningur hans ekki betri en þetta eða er hann viljandi að mála upp ranga mynd af ástandinu? Áttar hann sig ekki á mismuninum á taxtalaunum og heildarlaunum?“

Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njálsson skrifar grein um hversu illa Bjarna Benediktssyni gengur að lesa skýrslur Hagstofunnar. Sjá hér:

„Hún er áhugaverð deila Vilhjálms Birgissonar (Vilhjálmur Birgisson), formanns VLFA og 2. varaforseta ASÍ, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, um hve margir eru á launum um og undir 300.000 kr. á mánuði. Bjarni vill halda því fram að færri en 1% fullvinnandi launafólks hafi slíkar tekjur, en Vilhjálmur að helmingur verkamanna sé á slíkum tekjum. Málið er að annað útilokar ekki hitt.

Bjarni fer hins vegar með rangt mál og sést það vel á þegar tölur Hagstofunnar, sem Bjarni vísar til, eru skoðaðar. Ef farið er inn á þennan tengil – https://hagstofa.is/ut…/frettasafn/laun-og-tekjur/laun-2017/ – þá sést að Hagstofan er að tala um heildarlaun eftir launþegahópum. Í færslu Bjarna á facebook, sem Eyjan vitnar í hér – http://eyjan.dv.is/…/bjarni-ben-sakar-vilhjalm-um-eftirsan…/ – þá sést að hann er að tala um fólk á lægsta taxta. Hann spyr sig: „Hvað er hátt hlutfall fullvinnandi á Íslandi sem starfar á lægsta taxta, á 300.000 krónum?“ og svarar: „Samkvæmt tölum Hagstofunnar er það 1% af vinnumarkaðinum sem starfar á 300.000 króna lágmarkstaxtanum.“ Hann einfaldlega skilur ekki tölur Hagstofunnar eða snýr viljandi út úr (eins og fjármálaráðherrar virðast allt of oft gera). Hvernig getur hann verið að tala um taxtalaun, þegar Hagstofan er að tala um heildarlaun? Taxtalaunin, sem Bjarni vísar til, eru (með orðum Hagstofunnar) „mánaðarlaun fyrir dagvinnu, grunndagvinnulaun, án allra aukagreiðslna“. En heildarlaunin, sem Bjarni tók vera taxtalaun eru (aftur með orðum Hagstofunnar) „öll laun einstaklingsins, þ.e. regluleg heildarlaun auk ýmissa óreglulegra greiðslna s.s. orlofs- og desemberuppbótar, eingreiðslna, ákvæðisgreiðslna og uppgjörs vegna uppmælinga“. Hvað fær fjármála- og efnahagsráðherra þjóðarinnar og formann Sjálfstæðisflokksins til að fara svona rangt með? Er talnaskilningur hans ekki betri en þetta eða er hann viljandi að mála upp ranga mynd af ástandinu? Áttar hann sig ekki á mismuninum á taxtalaunum og heildarlaunum?

Morgunblaðið, af öllum, flettir ofan af þessum útúrsnúningi formanns Sjálfstæðisflokksins í þessari frétt: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/03/rifist_um_mismunandi_stadreyndir/

 – Er það nánast með ólíkindum að Morgunblaðið taki upp hanskann fyrir Vilhjálm í deilu um staðreyndir við Bjarna.

En ég held að verkalýðshreyfingin ætti að taka þessum misskilningi fjármálaráðherra fagnandi. Hann er að gefa í skyn, að það yrði bara alls ekki svo dýrt fyrir launagreiðendur að hækka lægstu taxta. Það eru hvort eð er svo fáir á þeim!“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: