Vegna marklausrar áætlunar í ríkisfjármálum leitar Bjarni Benediktsson, og hans fólk í ráðuneytinu, allra leiða til leiðréttingar á áætluninni. Mogginn talar við Bjarna af þessu tilefni.
„Þetta er rétti tíminn til að snúa við hverri krónu og skoða leiðir til að gera betur,“ sagði Bjarni við Moggann.
„Það er alveg ljóst að þær umbætur sem við höfum gert í tilfærslukerfunum á undanförnum árum, það er almannatryggingum og sjúkratryggingum, taka mjög mikið til sín og skilja eftir minna svigrúm fyrir aðrar áherslur í ríkisfjármálunum,“ sagði Bjarni við Moggann.
„Þar kemur við sögu hækkandi aldur þjóðarinnar sem þýðir fjölgun þeirra sem fá lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. Réttindi þeirra hafa verið bætt mjög verulega á undanförnum árum. Heildarútgreiðslur vegna örorku hafa einnig hækkað vegna fjölgunar öryrkja og styrkingar kerfanna. Bjarni sagði það kalla á ráðstafanir annars staðar til að standa undir því. Hann segir mikilvægt að koma í veg fyrir bótasvik. Markmiðið með bótakerfunum þurfi að nást, en það er að ná til þeirra sem eru í mestri þörf.“